Osmin (Die Entführung aus dem Serail)
Íslenska óperan - 2006
Bjarni Thor Kristinsson bassi var í hlutverki Osmins og var í einu orði sagt stórkostlegur. Ekki aðeins var söngurinn magnaður heldur var Bjarni sjálfur svo sannfærandi í þessu hlutverki, bæði fyndinn og samt illgjarn og villimannslegur, að lengi verður í minnum haft.“
Morgunblaðið/Jónas Sen
„En stjarnan í sýningunni með Angelu var Bjarni Thor. Hann er skínandi góður leikari og hlutverk Osmins er eins og samið fyrir hann, bæði persónan og músíkin. Eiginlega beið maður alltaf eftir honum þegar hann var ekki á sviði þó að maður væri kannski ekki að hugsa um það beinlínis.“
Tímarit Máls og Menningar/Silja Aðalsteinsdóttir