Sarastro (Die Zauberflöte)
Íslenska óperan - 2001
„Aðalviðburður kvöldsins var söngur Bjarna Thors Kristinssonar í hlutverki Sarastros. Hann er sannarlega vaxandi söngvari og náði að túlka virðuleika hins viskuprúða prests og söng aríur sínar O Isis und Osiris og In diesen heiligen Hallen af glæsibrag. Þéttur hljómur raddarinnar og dökkbrýnd hljómdýptin féllu vel að þessu hlutverki, sem byggist í raun á aðeins þessum tveimur aríum....“
Morgunblaðið/Jón Ásgeirsson