S T U T T   Æ V I Á G R I P

Til niðurhals

CV - Íslenska

Af Suðurnesjunum
Bjarni Thor er fæddur og uppalinn í Garðinum suður með sjó. Þar stundaði hann nám við tónlistarskólann á blokkflautu og söng í barnakór. Í Garðinum var starfrækt leikfélag, Litla leikfélagið, sem setti upp hvert stórvirki leikbókmenntanna á fætur öðru. Þar steig Bjarni sín fyrstu skref á sviði og þar smiðtaðist hann af leikhúsbakterínunni. Þegar fjölskyldan fluttist síðan til Keflavíkur hóf Bjarni nám í klassískum gítarleik hjá Þórarni Sigurbergssyni og nokkru eftir að hann lauk stúdentsprófi sótti hann sinn fyrsta söngtíma.
Söngnám á Íslandi
Bjarni Thor Kristinsson 1996
Fyrsti söngkennari Bjarna var Ragnheiður Guðmundsdóttir og stundaði hann söngnámið fyrst í Tónlistarskólanum í Njarðvík og svo í Tónskóla Sigursveins í Reykjavík. Þetta gerði hann samhliða vinnu og öðru námi og það var ekki fyrr en hann innritaði sig í Söngskólann í Reykjavík að söngurinn fór að ganga fyrir. Á Listahátið 1992 söng hann eitt einsöngshlutverkanna í Messíasi eftir Händel ásamt því að vera með í Kór Íslensku óperunnar í Rigoletto eftir Verdi. Bjarni söng með kórnum í næstu verkefnum og um áramótin 1993/1994 söng hans sitt fyrsta einsöngshlutverk en það var einvígisvotturinn Saretskí í óperunni Evgeni Onégin e. Tsaikovsky. Um framistöðu hans ritaði Sigurður Sigurðsson í Tímann 4.1.1994: “...og er hann vafalaust á meðal efnilegustu bassasöngvara vorra.” Bjarni lauk 8unda stigi í söng vorið 1994 og kennari hans síðustu önnina var Garðar Cortes.
Haldið utan í frekara nám
Haustið
Gamli
Bjarni í fyrsta stóra hlutverki sínu á Íslandi, sem Gamli maðurinn í Galdra-Lofti, óperu Jóns Ásgeirssonar.
1994 hélt Bjarni til náms við óperudeild tónlistarháskólans í Vínarborg. Kennararar hans þar voru Helene Karusso og Curt Malm. Samhliða náminu söng Bjarni við ýmis tækifæri, m.a. hjá  Wiener Kammeroper, Vasaóperu Vínarborgar (Taschenoper Wien) og hlutverk Gamla mannsins í Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson sem flutt var á listahátíð 1996 í Íslensku óperunni.
Wiener Volksoper
Vorið 1997 gekk Bjarni til liðs við Volksoper í Vínarborg.  Gerði hann þar fastan samning til 2ja ára sem hann átti síðan eftir að framlengja um eitt ár.
Volksoper Vín.
Fyrsta hlutverkið var Colline í La Boheme eftir Puccini í mars 1997 og eftir það fylgdu hlutverk eins og Sarastaró í Töfraflautu Mozarts, van Bett í Zar und Zimmermann eftir Lortzing, Bartólo í Brúðkaupi Fígarós og höfuðsmaðurinn í Don Giovanni; hvort tveggja eftir Mozart. Á sínu fyrsta leikári söng Bjarni aðalhlutverk í tveimur af frumsýningum Volksoper en þetta voru Pimen í Boris Godinow eftir Mussorgsky og Bottom í Draumi á Jónsmennsunótt eftir Britten og fékk hann mikið lof gagnrýnenda fyrir bæði hlutverkin.  Á öðru leikári söng hann síðan Wagnerhlutverk í fyrsta skipti en það var hlutverk gullsmiðsins Pogners í Meistarasöngvurunum. Þessi sýning var í tilefni af 100 ára afmæli Volksoper í Vín, vakti mikila athygli og fékk mjög góða dóma.
Lagt í lausamennsku
Í janúar 1998 „stökk“ Bjarni inn í hlutverk van Bett í óperunni Zar und Zimmermann eftir Lortzing í Ríkisóperuna í Berlin. Markaði þetta upphafið af löngu samstarfi hans við óperuhúsið og um leið fyrsta skrefið í hinni svo kölluðu lausamennsku, þar sem söngvari er ekki ráðinn fastur við eitthvað eitt hús heldur tekur að sér verkefni eða hlutverk til skamms tíma í einu. Haustið 1999 söng Bjarni síðan í fyrsta skipti eitt af sínum helstu hlutverkum;  Ochs barón í Rósariddaranum eftir Richard Strauss og var það í óperuhúsinu í Wiesbaden.
Safnað í hlutverkasarpinn
Á þessum árum bætti Bjarni ýmsum hlutverkum á listann. Í Volksoper söng hann m.a.: Leporello í Don Giovanni og Don Alfonso í Cosi fan tutte, báðar eftir Mozart, John Falstaff í Kátu konunum frá Windsor eftir Nicolai, Oroveso í Normu eftir Bellini og Dulcamara í Ástardrykknum eftir Donizetti og hlutverk Selims CV Islenska
Farsæll í kvennabúrinu
Í kvennabúri Bassa Selims ræður illmennið Osmin. Inn við beinið er hann kannski besta skinn en aðstæðurnar gera honum líka lífið leitt. Þetta ótrúlega hlutverk í óperu Mozarts, Brottnámið úr kvennabúrinu, gerir miklar kröfur og er um leið þakklátt og skemmtilegt. Bjarni söng Osmin í fyrsta sinn í Ríkisóperunni í Berlín haustið 2000 og eftir það fylgdu uppfærslur í Flórenz,
Osmin
Í hlutverki Osmin í Íslensku óperunni haustið 2006.
Volksoper Vín, Lissabon, Palermo, San Sebastian, La Coruna og síðan haustið 2006 í Íslensku óperunni. Fyrir frammistöðu sína þar fékk Bjarni Grímuverðlaunin vorið 2007. Framundan er kvennabúrsheimsókn í Köln 2012/13.
Uxi barón
Með Kiri Te Kanawa í Rósaraddaranum í óperunni í Köln vorið 2010.
Annað hlutverk sem Bjarni Thor hefur oft sungið er Baron Ochs í Rósariddara Richards Strauss. Baróninn er eitt lengsta og erfiðasta bassahlutverkið í óperubókmenntunum og kemur þar ýmislegt til. Fyrir það fyrsta nær hlutverkið alveg niður á djúpa C og spannar síðan allt raddsviðið upp á háa Gís. Baróinn er megnið af þessu löngu óperu inn á sviðinu og tónmálið er að stórum hluta til mjög flókið. Við þetta bætist að hefð er fyrir því að þýskan sé sungin með "vínerískum" hreim, þar sem óperan á að gerast í Vín. Fyrsta uppfærslan sem Bjarni söng var í óperuhúsinu í Wiesbaden árið 1999. Á eftir fylgdu uppfærslur í Berlín, Barcelona, Dortmund, Dresden og Köln síðan "hálfsenísk" uppfærsla í Tokíó árið 2008.
Wagner og Wagner og aftur Wagner
Fyrsta hlutverk Bjarna í Wagneróperu var gullsmiðurinn Pogner í Volksoper í Vín. Þetta var árið 1999 en síðan þá hefur hann sungið 11 hlutverk í 9 óperum eftir Wagner. Í óperunni Parsifal hefur hann
Osmin
Daland og Hollendingurinn í óperunni í Róm. Bjarni og Franz Grundheber.
bæði sungið Gurnemanz og Titurel og í Rínargullinu bæði hlutverk Wotans og Fáfnirs. Af "faghlutverkum" eru eftir risinn Fasold í Rínargullinu og landgreifinn Hermann í Tannhäuser. Önnur hlutverk í óperum Wagners sem liggja nálægt raddsviði Bjarna eru t.d. Wotan í Valkyrjunum og svo Hans Sachs í Meistarasöngvurunum. Hvort, hvar og hvenær þau bætast í safnið mun framtíðin ein leiða í ljós.
Síðustu misseri

Á síðustu árum hafa nokkur hlutverk og óperuhús bæst í safnið. Ber þar að nefna Rocco í Fidelio eftir Beethoven í Ríkisóperunni í Hamborg, Gurnemanz í Parsifal eftir Wagner í Liceu óperunni í Barcelona, Kaspar í Freischütz eftir Weber í Tokyo, Fáfnir í Siegfried eftir Wagner í La Fenice, Feneyjum, Kecal í Seldu brúðinni eftir Smetana í Volksoper Wien, Hagen í Götterdämmerung eftir Wagner í Barí og König Marke í Tristan og Islold, einnig eftir Wagner. Þá söng Bjarni við opnun tónlistarhúsins Hörpu í maí 2011; bæði í 9undu sinfóníu Beethovens og í atriði úr óperunni Don Carlo eftir Verdi.

Tónleikar, ljóð og upptökur
Þó óperusviðið hafi verið helsti starfsvettvangur Bjarna hingað til þá hefur hann oft komið fram á ljóðatónleikum. Jónas Ingimundarson og Ástríður Alda Sigurðardóttir hafa oftast setið við flygilinn en samstarf Bjarna og Jónasar nær allt til ársins 1996 en þá var Bjarni ennþá við nám. Haustið 2001 hélt Bjarni tónleika í Salnum ásamt píanóleikaranum Franz Carda og báru þeir nafnið: “Kóngur, kjáni, illmenni!” Þar söng Bjarni aríur og sönglög úr ólíkum áttum við fádæma undirtektir. Í umfjöllun Bergþóru Jónsdóttur á Morgunblaðinu sagði m.a. :”TÓNLEIKAR Bjarna Thors Kristinssonar bassasöngvara og austurríska píanóleikarans Franz Cardas í Salnum í fyrrakvöld voru tónleikar sem eiga eftir að verða rifjaðir upp oft og mörgum sinnum um ókomna tíð þegar horft verður um öxl til merkisviðburða íslenskrar tónlistarsögu.” (Morgunblaðið 29. september 2001). Erlendis hefur Bjarni sungið í mörgum af helstu tónleikasölum Evrópu, m.a. Fílharmoníunni í Berlin, Musikverrein og Konzerthaus Vín og Salle Pleyel París. Meðal verkefna hafa verið: Sálumessa Verdis, Missa Solemnis og 9unda sinfónían eftir Beethoven og Edda 1 eftir Jón Leifs í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Scoula Cantorum en upptaka á verkinu hefur fengið góða dóma víða um heim. Þá söng Bjarni bassahlutverkið í upptöku á Missa Solemnis eftir Beethoven með Filharmoníuhljómsveit Luxemburgar svo eitthvað sé nefnt.
Framundan

Meðal spennandi verkefna framundan hjá Bjarna má nefna König Heinrich (Lohengrin) í frönsku borginni Toulon, Sparafucile (Rigoletto), Pogner (Meistarasöngvararnir), Osmin (Brottnámið úr kvennabúrinu) og Daland (Hollendingurinn fljúgandi) í Köln, risinn Fáfnir (Rínargullið) í Barcelona og bassahlutverkið í Eddu 2 eftir Jón Leifs með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

S Ö N G F E R I L L
ÞÝSKALAND
Festspielhaus Baden Baden
TITUREL (Parsifal)
Staatsoper unter den Linden Berlin

BARTOLO (Le nozze di Figaro)

BARON OCHS (Der Rosenkavalier)

OSMIN (Die Entfuhrung aus dem Serail)

van BETT (Zar und Zimmermann)

DER JUNGE PRIESTER (Moses und Aron)

NAZARENER (Salome)

IL RE (Aida)

FRATE (Don Carlo)

BONZO (Madame Butterfly)

Staatstheater Dortmund
BARON OCHS (Der Rosenkavalier)
Semperoper Dresden
BARON OCHS (Rosenkavalier)
Deutsche Oper am Rhein Dusseldorf

ROOCO (Fidelio)

Oper Frankfurt
KÖNIG HEINRICH (Lohengrin)
Hamburgische Staastoepr

ROCCO (Fidelio)

RIEDINGER (Mathis der Maler)

Badisches Staatstheater Karlsruhe
WOTAN (Das Rheingold)
Oper Köln

BARON OCHS (Der Rosenkavalier)

VEIT POGNER (Die Meistersinger)

Bayerische Staatsoper Munchen

FAFNER (Das Rheingold)

FAFNER (Siegfried)

Hessisches Staatstheater Wiesbaden
BARON OCHS (Der Rosenkavalier)
ÍTALÍA
Opera Bari
HAGEN (Gotterdammerung)
Teatro Malibran Firenze
OSMIN (Die Entfuhrung aus dem Serail)
La Fenice - Feneyjum
FAFNER (Siegfried)
Teatro Massimo Palermo

KÖNIG HEINRICH (Lohengrin)

OSMIN (Die Entfuhrung aus dem Serail

SPRECHER (Die Zauberflöte)

Teatro dell' Opera Roma
DALAND (Der fliegende Hollander)
Teatro Filarmonico Verona
DALAND (Der fliegende Hollander)
SPÁNN
Mozart Festival La Coruna
OSMIN (Die Entfuhrung aus dem Serail)
Teatro Liceu Barcelona

BARON OCHS (Rosenkavalier)

GURNEMANZ (Parsifal)

TITUREL (Parsifal)

DALAND (Der fliegende Hollander)

Festival San Sebastian
OSMIN(Die Entfuhrung aus dem Serail)
Teatro Maestranza Sevilla
EREMIT (der Freischutz)
AUSTURRÍKI
Landestheater Salzburg (Festspielhaus)
DALAND (Der fliegende Hollander)
Volksoper Wien

ZETTEL (Ein Sommernachtstraum)

PIMEN (Boris Godunow)

POGNER (Die Meistersinger)

OSMIN (Die Entfuhrung aus dem Serail)

KECAL (Die verkaufte Braut)

DULACAMARA (L'elisir d'amore)

DON ALFONSO (Cosi fan tutte)

BARTOLO (Le Nozze di Figaro)

LEPORELLO (Don Giovanni)

IL COMMENTATORE (Don Giovanni)

SARASTRO (Die Zauberflote)

FALSTAFF (Die lustigen Weiber von Windsor)

COLLINE (La Boheme)

van BETT (Zar und Zimmermann)

DON ANDREAS (La Perichole)

OROVESO (Norma)

SELIM (Turco in Italia)

ADLER/ZEUS (DIE VOGEL)

Wiener Konzerthaus
RIEDINGER (Mathis der Maler)
Kammeroper Wien

CRESPEL (Hoffman)

ELDER MCLEAN (Susannah)

Wiener Taschenoper
CHARON (Orpheus)
FRAKKLAND
Opera Nancy
IL COMMENTATORE (Don Giovanni)
Opera Bastille Paris
GEISTERBOTE (Frau ohne Schatten)
Opera Garnier Paris
PRIESTER/GEHARNISCHTER (Die Zauberflote)
BANDARÍKIN
Chicago Lyric Opera

SARASTRO (Die Zauberflöte)

PRIESTER/GEHARNISCHTER (Die Zauberflöte)

TITUREL (Parsifal)

JAPAN
New Natonal Theater Tokio
KASPAR (Der Freischutz)
New Japan Philharmonic Tokio

KÖNIG MARKE (Tristan und Isolde)

BARON OCHS (Der Rosenkavalier)

ÍSLAND
Íslenska óperan Reykjavík

GAMLI MAÐURINN (Galdra-Loftur)>

SARASTRO (Die Zauberflöte)

OSMIN (Die Entfuhrung aus dem Serail

DULCAMARA (L'elisir d'amore)

PORTÚGAL
Teatro Sao Carlo Lissabon

OSMIN (Die Entfuhrung aus dem Serail)

Porto

HUNDING (Die Walkure)

BELGÍA
Royal Opera Liege

WOTAN (Das Rheingold)

MONTE CARLO
Opéra Monte-Carlo

SARASTRO/SPRECHER (Die Zauberflöte)